Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fagnar nýjum lögum um velferð dýra. Lögin voru samþykkt á þinginu með 44 atkvæðum gegn engu. Það sýnir og sannar hversu samhljóma þingheimur varð um mikilvægi málaflokksins.
Margt hefur áunnist með tilkomu þessara laga en þar er að finna nýjar og almennar áherslur um velferð dýra á Íslandi. Eitt það allra mikilvægasta í nýju lögunum er viðurkenning þess að dýr séu skyni gæddar verur og að þau eigi að vera laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma (1.gr. laganna). En þrátt fyrir mikinn sigur þá voru nokkur málefni sem náðu ekki í gegn líkt og t.d drekkingar á mink. En lögin taka ekki á þessum veiðiaðferðum. Er það áhyggjuefni að gert sé upp á milli tegunda. Næsta skref í átt að bættri velferð dýra er endurgerð reglugerða í samræmi við nýju lögin. DÍS mun eiga fulltrúa í öllum vinnunefndum við gerð þeirra. Félagsmenn eru hvattir til þess að senda inn hugmyndir varðandi útfærslur á nýju lögunum sem gagnast geta við gerð nýrra reglugerða. Sendist til [email protected]. Áætlað er að nýju lögin um velferð dýra og reglugerðir taki gildi næstu áramót. Comments are closed.
|