Aðalfundur Dýraverndarsambands Íslands 2012 verður haldinn í Norræna húsinu í Vatnsmýri, Reykjavík, laugardaginn 10. mars n.k. kl. 11 f.h. Auk venjulegra fundarstarfa verða lögð fram til samþykktar drög að nýjum lögum fyrir sambandið sem stjórnin hefur undirbúið í samræmi við ályktun síðasta aðalfundar. Lagadrögin eru nú í umsagnarferli hjá félögum. Óskir um breytingar sem kunna að berast á aðalfundinum skulu lagðar þar fram skriflega sem breytingartillögur við einstakar greinar. Fundardagskrá verður kynnt nánar um mánaðarmótin á www.dyravernd.is og í 2. tbl. vefritsins Dýraverndaranum. Á meðal aðalfundarstarfanna verður stjórnarkjör og verður kosið um allar stöður sem hér segir: Formaður til tveggja ára Gjaldkeri til tveggja ára Ritari til eins árs Meðstjórnandi til tveggja ára Meðstjórnandi til eins árs Meðstjórnandi til eins árs Skoðunarmaður reikninga til eins árs Skoðunarmaður reikninga til tveggja ára Þeim sem vilja bjóða sig fram til kjörs í framangreindar átta stöður, er hér velkomið að senda sem fyrst framboðstilkynningu á [email protected] með mynd og um 200 orða texta. Tilgreint verði í hvaða stöðu/stöður viðkomandi gefi kost á sér. Stjórnin hvetur félaga til að nýta sér þessa opnu og lýðræðislegu leið til að hafa áhrif á stjórn sambandsins. Með bestu kveðjum f.h. stjórnar Dýraverndarsambands Íslands, Ólafur Dýrmundsson Comments are closed.
|