Dýraverndari ársins 2016
Dýrahjálp Íslands
Dýrahjálp Íslands hlýtur viðurkenninguna fyrir frábært starf í þágu dýra í mörg ár og fyrir að breyta sýn almennings á líf eldri gæludýra, en félagið hefur fundið þúsundum dýra ný heimili.
Félagið var stofnað með það markmið að þegar eldri gæludýr missa heimili sín sé boðið upp á miðlun með gæludýr til að finna fyrir þau ný heimili, í stað þess að farið sé með þau til dýralæknis til að aflífa þau.
Félagið var stofnað með það markmið að þegar eldri gæludýr missa heimili sín sé boðið upp á miðlun með gæludýr til að finna fyrir þau ný heimili, í stað þess að farið sé með þau til dýralæknis til að aflífa þau.
Valgerður Valgeirsdóttir tók við viðurkenningunni Dýraverndari ársins 2016 fyrir hönd Dýrahjálpar Íslands.