DÍS
  • Um félagið
    • Um DÍS
    • Stjórn DÍS
    • Lög DÍS
    • Ársskýrslur og aðalfundir
    • Skrifstofa DÍS
  • Starfsemi DÍS
    • Almenn stefna og nálgun DÍS
    • Ályktanir og áskoranir
    • Umsagnir DÍS
  • Fróðleikur
    • Algengar spurningar
    • Dýraverndarinn
    • Ýmis fróðleikur
    • DÍS í fjölmiðlum
  • Önnur starfsemi tengd dýrum
    • Félög tengd dýravelferð
    • Félög tengd dýrahaldi
    • Stofnanir
    • Lög og reglugerðir
    • Dýr og dýravelferð á samfélagsmiðlum
  • Styðja við dýravernd
    • Gerast félagi
    • Gerast styrktarfélagi í DÍS
    • Styrkja félagið beint
    • Að tilkynna illa meðferð
  • Um félagið
    • Um DÍS
    • Stjórn DÍS
    • Lög DÍS
    • Ársskýrslur og aðalfundir
    • Skrifstofa DÍS
  • Starfsemi DÍS
    • Almenn stefna og nálgun DÍS
    • Ályktanir og áskoranir
    • Umsagnir DÍS
  • Fróðleikur
    • Algengar spurningar
    • Dýraverndarinn
    • Ýmis fróðleikur
    • DÍS í fjölmiðlum
  • Önnur starfsemi tengd dýrum
    • Félög tengd dýravelferð
    • Félög tengd dýrahaldi
    • Stofnanir
    • Lög og reglugerðir
    • Dýr og dýravelferð á samfélagsmiðlum
  • Styðja við dýravernd
    • Gerast félagi
    • Gerast styrktarfélagi í DÍS
    • Styrkja félagið beint
    • Að tilkynna illa meðferð

Áskorun frá Dýraverndarsambandi Íslands vegna alifugla

10/1/2014

 
PictureHestar í íslenskri sveit. Svona gæða fá kjúklingar á verksmiðjubúum aldrei að njóta - eða sjá.
Dýraverndarsamband Íslands skorar á alifuglaiðnaðinn að bæta verklag sem haft er við aðbúnað og meðhöndlun alifugla – að tillit sé tekið til þess að hér er um skyni gæddar verur að ræða. 

Ítrekað koma fram fréttir af illri meðferð fuglanna.

Gögn frá MAST þar sem fjallað er um dýraheilbrigði styðja þetta. Í skýrslu MAST um alifugla frá 2012 segir m.a:

,,Tilkynningar bárust frá eftirlitsdýralæknum í sláturhúsum vegna misdjúpra dritbruna undir fótunum kjúklinga… Einnig hafa komið upp tilfelli um aukin dauðsföll við flutning sem rakin eru til þess að loftræsting við flutning hefur ekki verið nægjanleg. Með stuttu millibili komu upp tvö tilfelli þar sem flutningsbúr með kjúklingum á leiðinni til slátrunar duttu úr flutningabíl á ferð... Í kjölfar bilunar í loftræstikerfi eins varphúss kafnaði hluti varphæna… “

Einnig bendum við á lýsingu Margrétar Gunnarsdóttur af vinnu við tínslu fugla til slátrunar, þar sem bæði menn og dýr líða - eins og kemur fram í grein hennar: ,,Starfið fólst í því að troða fuglum í kassa ... er launað eftir afköstum en ekki með tímakaupi svo fólk var skiljanlega að flýta sér að klára verkið og komast út úr þessum dimma loftlausa skúr. Eftir um hálftíma inn í skemmunni þurfti ég að fara út til að kasta upp því ammóníakið var svo sterkt.”

Hér birtist vandi þessa iðnaðar í því að launað sé eftir afköstum, sem skýrir hvata til hraða og tillitsleysis gagnvart dýrunum. Margrét lýsir illri meðferð, það er sparkað í fuglana til að reka þá áfram, kössum hent óvarlega svo fuglar verða undir og meiðast, veikir og máttvana fuglar sendir í slátrun, fuglunum troðið eða grýtt mörgum saman inn í kassana og einnig nefnir hún það sem kemur fram í skýrslum MAST um kramda vængi, en þá lendir fugl með vænginn klemmdan á milli kassa og er staflað þar ofan á fleiri kössum… 
Þetta eru þeir kjúklingar sem Íslendingar eru að borða í dag.

Dýraverndarsamband Íslands hefur haft samband við dýralækni sem starfaði við eftirlit með slíkri tínslu og staðfestir hann að lýsing Margrétar er í meginatriðum rétt. Þessi dýralæknir tók fram að varla skipti máli um hvaða kjúklingabú væri að ræða, verklag búanna væru svipuð almennt.

Nýlegt dæmi má einnig finna í myndum af elduðum kjúklingi úr verksmiðjubúi, sem komu frá Kristjáni Andra Jóhannssyni, þar sem meiðsli og mar í fugli kemur vel fram. Við viljum fæst leggja okkur til munns dýr sem hefur verið beitt slíkum aðferðum til að koma því á matarborðið hjá okkur. Við áréttum að eigendur verksmiðjubúanna létu þessum ásökunum ósvarað – og lýsir það alvarleika málsins að engin yfirlýsing hefur borist frá þeim, sem beri þessar ásakanir til baka.

Dýraverndarsambandið skorar hér einnig á MAST að beita nú fullum viðurlögum þar sem vart verður slíkrar meðhöndlunnar á fuglum á Íslandi. MAST er eina íþyngjandi aflið sem dýrin hafa sér til verndar og hefur með velferð allra dýra á Íslandi að gera. Nú hefur MAST loks fengið með nýjum dýravelferðarlögum skýrt umboð til stöðva slíka meðferð á dýrum.

Síðast en ekki síst, biður DÍS almenning að láta sig mál verksmiðjubúa varða. Nauðsynlegt er að hér verði hægt að hafa á boðstólnum kjúkling þar sem tryggt er að aðbúnaður og meðferð er boðleg – á viðráðanlegu verði. Reglugerðir um lífræna ræktun eins og hefur rutt sér rúm erlendis, tryggja einar góðan aðbúnað, sérstaklega þegar tekið er tillit til eðlislægra þarfa dýranna á uppeldistíma. Hér þyrfti líklega bæði til niðurfellingu tolla á slíkum innflutningi og einnig stuðning hins opinbera við slíkar búgreinar í íslenskum landbúnaði. Að bændur hér geti hafið, rekið og fengið vottaða slíka lífræna ræktun alifugla í smáum stíl og að vel sé hægt að standa að slátrun fuglanna  í heimabyggð.

 Virkur þrýstingur almennings kemur fram í því sem hann kaupir og einnig því hvert athygli hans beinist. Og slíkur þrýstingur virkar, gott fólk. Hvert og eitt okkar skiptir þar máli. 

Picture
Skjáskot úr ársskýrslu Matvælastofnunar frá 2011.
Dýraverndarsamband Íslands



Comments are closed.
    Picture

    Að tilkynna illa meðferð 
    °  °  °  °  °  °  ° 

    Tímaritið
    Dýraverndarinn 

    Picture
    Hlekkir
    Dýraauðkenni
    Dýrahjálp Íslands
    Dýralæknafélag Íslands
    Kattavinafélag Íslands
    Kisukot
    Matvælastofnun
    Munnur hestsins
    Umhverfisstofnun
    Villikettir

    ​dyravernd@dyravernd.is


    S: 552-3044

    RSS Feed

DÝRAVERNDARSAMBAND ÍSLANDS   |   GRENSÁSVEGI 8, 4. HÆÐ (gengið inn að aftan),108 REYKJAVÍK   |   SÍMI  552-3044   |   DYRAVERND@DYRAVERND.IS