DÍS
  • Um félagið
    • Um DÍS
    • Stjórn DÍS
    • Lög DÍS
    • Ársskýrslur og aðalfundir
    • Skrifstofa DÍS
  • Starfsemi DÍS
    • Almenn stefna og nálgun DÍS
    • Ályktanir og áskoranir
    • Umsagnir DÍS
  • Fróðleikur
    • Algengar spurningar
    • Dýraverndarinn
    • Ýmis fróðleikur
    • DÍS í fjölmiðlum
  • Önnur starfsemi tengd dýrum
    • Félög tengd dýravelferð
    • Félög tengd dýrahaldi
    • Stofnanir
    • Lög og reglugerðir
    • Dýr og dýravelferð á samfélagsmiðlum
  • Styðja við dýravernd
    • Gerast félagi
    • Gerast styrktarfélagi í DÍS
    • Styrkja félagið beint
    • Að tilkynna illa meðferð
  • Um félagið
    • Um DÍS
    • Stjórn DÍS
    • Lög DÍS
    • Ársskýrslur og aðalfundir
    • Skrifstofa DÍS
  • Starfsemi DÍS
    • Almenn stefna og nálgun DÍS
    • Ályktanir og áskoranir
    • Umsagnir DÍS
  • Fróðleikur
    • Algengar spurningar
    • Dýraverndarinn
    • Ýmis fróðleikur
    • DÍS í fjölmiðlum
  • Önnur starfsemi tengd dýrum
    • Félög tengd dýravelferð
    • Félög tengd dýrahaldi
    • Stofnanir
    • Lög og reglugerðir
    • Dýr og dýravelferð á samfélagsmiðlum
  • Styðja við dýravernd
    • Gerast félagi
    • Gerast styrktarfélagi í DÍS
    • Styrkja félagið beint
    • Að tilkynna illa meðferð

Ályktun frá Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) vegna Stórhólsmálsins 

6/12/2012

 
Dýraverndarsamband Íslands harmar að úrvinnsla vegna dýraverndarmála á Íslandi sé með þeim hætti, sem fram kemur í dómsmáli nr. 77/2011, frá 26. október vegna búfjárhalds að Stórhóli í Álftarfirði. Ljóst er að aflífa þurfti þar dýr sem höfðu verið undir eftirliti hins opinbera mánuðum saman. Okkur þykir dapurlegt að dýr skuli þannig gjalda þess, að þau kerfi sem íslensk stjórnsýsla hefur sett þeim til verndar, bregðist svo illa sem raun bar vitni þarna. 

Alvarlegt er að hægt sé að þæfa dýraverndarmál með þeim hætti sem þarna varð og með þessum skelfilegu afleiðingum fyrir búdýrin.

Í 16. Grein laga um búfjárhald segir að ef umráðamaður búfjár virði ekki eða geti ekki orðið við ráðstöfunum sem lagðar eru fyrir, skal lögreglustjóri taka búfé úr vörslu umráðamanns og sjá skal því fyrir viðurværi og húsnæði. Kæra barst lögreglustjóraembætti á Eskifirði, vegna ástands dýranna frá MAST þann 23. mars, en bóndinn var þó fyrst boðaður í yfirheyrslu þann 19. apríl. 

Einnig varð lögregla ekki við seinni áskorun frá MAST um vörslusviptingu og bar við að lagastoð vantaði til þess, en án þess að rökfæra það nánar. Vel á annan tug eftirlitsheimsókna voru farnar, bæði af búfjáreftirlitsmönnum og af héraðsdýralæknum. Ekkert af þessu dugði til að koma í veg fyrir að aflífa þyrfti búdýrin. Ótalin er vanlíðan þeirra dýra sem naumt var um.

Sú tilhugsun að lifandi dýr séu lokuð í litlum girðingarhólfum og svelt eins og þarna gerðist, er auðvitað óþolandi. 
Að það skuli gerast undir virku eftirliti hins opinbera er algerlega ólíðandi. 

Fyrst var tilkynnt um þessi dýr í janúar; vörslutaka og aflífun var framkvæmd í apríl. Til þessa hefði ekki þurft að koma.

Vitnisburður eftirlitsaðila sem bæði höfðu reynslu og þekkingu á sviði búfjárræktar var ekki nægjanlegur fyrir dómi um ástand fjárins í húsum á bænum Stórhóli, þrátt fyrir að þeir mátu holdstig fjársins, ástand heyja, aðbúnað og húsrými dýranna og voru samdóma í áliti sínu um að þessu væri verulega ábótavant. Einnig var í dómnum einungist miðað við ástand fjársins á heimsóknardegi eftirlitsaðila og tekið sérstaklega fram að það endurspeglaði ekki endilega ástand skepnanna dagana á undan og eftir. Þannig verða lagatæknilegar útskýringar hagsmunum dýravelferðar yfirsterkari, enda hverjum manni ljóst að dýr er ekki horað einn daginn og í eðlilegum holdum dagana á undan og eftir. Þó leiddi meðal annars þessi röksemd til sýknu ákærðu í þessum lið. Ef þetta eru dæmi um úrræði og úrvinnslu hins opinbera vegna dýravelferðarmála, er ástæða til að staldra við og virkilega hugsa málið upp á nýtt. Þetta gengur ekki.

Af þessu fordæmi er ljóst að eftirfarandi þarf að gaumgæfa.

1) Að nýju dýravelferðarlögin sem nú eru fyrir þinginu verði samþykkt. Þar þarf að fylgjast vel með að heimildir til íþyngjandi aðgerða vegna illrar meðferðar á dýrum haldist inni í lögunum, þar með talið vörslusviptingar, stjórnvaldssektir og svipting landbúnaðarstyrkja.

2) Að vinnu við reglugerðir vegna nýju laganna verði hraðað, styðji lögin og hafi hagsmuni dýranna að leiðarljósi.

DÍS sendi áskorun til ríkissaksóknara um að Stórhólsmálinu yrði áfrýjað, sérstaklega með tilliti til sýknu varðandi vanfóðrun heima á bænum. Standi dómurinn er hætta á að forsendur við búfjáreftirlit sauðfjár eins það hefur verið framkvæmt hingað til muni varla halda. 

Dýraverndarsamband Íslands veit að hinn venjulegi íslendingur lætur sig velferð dýra varða. En við þurfum að geta treyst stjórnsýslunni til að vinna sitt starf. 

Að okkar mati er alveg nauðsynlegt að allir verkferlar og viðmið í dýravelferðarmálum séu skýr og þetta mál sýnir fram á að svo er engan vegin í dag. Til þess að þetta geti orðið markvisst, verður að koma til hjá MAST, sem tekur við þessum málum ef nýju lögin verða að veruleika, að minnsta kosti ein full staða hjá embættinu, sem geti alfarið unnið að dýravelferðarmálum á landinu öllu.

Comments are closed.
    Picture

    Að tilkynna illa meðferð 
    °  °  °  °  °  °  ° 

    Tímaritið
    Dýraverndarinn 

    Picture
    Hlekkir
    Dýraauðkenni
    Dýrahjálp Íslands
    Dýralæknafélag Íslands
    Kattavinafélag Íslands
    Kisukot
    Matvælastofnun
    Munnur hestsins
    Umhverfisstofnun
    Villikettir

    ​dyravernd@dyravernd.is


    S: 552-3044

    RSS Feed

DÝRAVERNDARSAMBAND ÍSLANDS   |   GRENSÁSVEGI 8, 4. HÆÐ (gengið inn að aftan),108 REYKJAVÍK   |   SÍMI  552-3044   |   DYRAVERND@DYRAVERND.IS