Hlekkir á stofnanir sem tengjast dýrum
Matvælastofnun - MAST - Matvælastofnun sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbúnað, fyrirtæki og neytendur í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigði og velferð dýra, heilbrigði plantna og öryggi, heilnæmi og gæðum matvæla. Matvælastofnun starfar undir yfirstjórn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, sem sett hefur reglugerð nr. 1/2008 um skipulag og starfsemi MAST.
Umhverfisstofnun - Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 90/2002 um Umhverfisstofnun, en hlutverk hennar er einnig markað af fjölda annarra laga. Hlutverk Umhverfisstofnunar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Náttúrufræðistofnun - Náttúrufræðistofnun Íslands starfar samkvæmt lögum nr. 60/1992. Meginhlutverk stofnunarinnar er að stunda undirstöðurannsóknir í dýrafræði, grasafræði og jarðfræði landsins, annast skipulega heimildasöfnun um náttúru Íslands og varðveita niðurstöður og eintök í fræðilegum söfnum. Náttúrufræðistofnun Íslands býr yfir gagnabanka um náttúru landsins og hlutverk hennar er að hafa yfirsýn og veita ráðgjöf og leiðbeiningar um verndun og skynsamlega nýtingu náttúrunnar. Hún hefur einnig víðtækt vöktunar- og fræðsluhlutverk. Fiskistofa - Um starfsemi Fiskistofu gilda lög nr. 36/1992 um Fiskistofu, með síðari breytingum. Fiskistofa annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála, lax- og silungsveiði, hvalveiða o.fl. Hlutverk Fiskistofu er jafnframt að safna upplýsingum um framangreinda málaflokka. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum - Keldur er háskólastofnun sem tengist læknadeild Háskóla Íslands en hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag. Starfsemin er mjög fjölþætt og aðferðum margra fræðigreina er beitt í grunn- og þjónusturannsóknum, þ.e. líffærameinafræði, örverufræði, ónæmisfræði, sníkjudýrafræði, lífefnafræði og sameindalíffræði. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið tók formlega til starfa 4. september 2012 við sameiningu þriggja ráðuneyta. Ráðuneytin þrjú voru efnahags- og viðskiptaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneyti. Tveir ráðherrar fara með málaflokka ráðuneytisins; sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hafrannsóknarstofnun - Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Stofnunin heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Landbúnaðarháskóli Íslands - Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) er reistur á grunni öflugrar rannsóknastofnunar og tveggja gróinna menntastofnana á landbúnaðarsviði, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (Rala), Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi. MATÍS - Matvælarannsóknir Íslands - Matís er þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. Matís veitir ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði, sem og íslenska ríkinu. Matís gegnir engu eftirlitshlutverki. MATVÍS - MATVÍS er félag iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, þ.e.a.s. bakara, kökugerðarmanna, framreiðslumanna, kjötiðnaðarmanna, matreiðslumanna, nema og annarra sem starfa við framreiðslu, matreiðslu og sölu á matvælum og félagið ákveður að veita viðtöku. |