Niðurstöður úr könnun DÍS í lögregluumdæmum um land allt
Niðurstöður úr könnun Dýraverndarsambands Íslands í lögregluumdæmum um land allt um meðferð á dýrum sem eru handsömuð eða hafa farist af einhverjum ástæðum.
Klara Helgadóttir og Ólafur R. Dýrmundsson
Umdæmi sem svöruðu könnuninni:
Lögreglustjórinn í Reykjavík, Lögreglan á Akranesi, Lögreglan í Borgarfirði og Dölum, Lögreglan á Vestfjörðum, Lögreglan á Blönduósi, Lögreglan á Sauðárkróki, Lögreglan á Akureyri, Lögreglan á Húsavík, Lögreglan á Seyðisfirði, Lögreglan á Eskifirði, Lögreglan á Hvolsvelli, Lögreglan í Vestmannaeyjum, Lögreglan á Selfossi og Lögreglan á Suðurnesjum.
Samtals 14 umdæmi
1. Hver eru viðbrögðin þegar koma þarf særðum, veikum eða illa stöddum dýrum til hjálpar?
Ef um er að ræða gæludýr er haft samband við eiganda, ef hann er þekktur, eða eftirlitsmann sveitarfélags (dýraeftirlitsmann). Þegar um búfé er að ræða er reynt að hafa upp á eiganda, ef hann er þekktur, eða búfjáreftirlitsmann og bónda. Oft er haft samband við dýralækni. Ef dýrið er mikið slasað aflífar lögreglan það yfirleitt samstundis á staðnum með skotvopni. Ef ekki er hægt að finna eiganda dýrsins er það yfirleitt urðað eða sett í sorpbrennslu.
2. Hver eru viðbrögðin þegar dauð dýr finnast eða farst, t.d. vegna ákeyrslu í umferðinni?
Reynt er að finna eiganda dýrsins. Sums staðar er haft samband við dýraeftirlitsmenn eða búfjáreftirlitsmenn (starfsmann sveitarfélaga). Ef eigendur finnast ekki eru dauð dýr sett í urðun eða sorpbrennslu.
3. Hver eru viðbrögðin ef laus dýr finnast, þ.e. sloppin eða sleppt að heiman eða á lausagöngu af sömu ástæðum?
Reynt er að hafa uppá eigandanum, ef hann er þekktur. Annars er dýrið venjulega afhent dýraeftirlitsmanni (sé um gæludýr að ræða) eða búfjáreftirlitsmanni (þegar um búfé er að ræða), þannig að sveitarfélagið ber ábyrgð á þeim. Á höfuðborgarsvæðinu fara óskilakettir oftast í Kattholt og hundum er komið fyrir tímabundið á hundahótelum.
4. Hvert er farið með dýrið og hvað er gert til að hafa samband við eigendur í tilvikum 1), 2) og 3) hér að framan?
Venjulega er farið með dýrið í húsnæði eða aðstöðu sem sveitarfélagið hefur tiltækt, stundum fyrst á lögreglustöð ef um lítil dýr er að ræða. Kannaðar eru merkingar eða mörk á dýrunum til að finna eiganda. Ef hann finnst er venjulega hringt í hann. Ef það tekst ekki getur þurft að farga dýrinu, nema sveitarfélagið hafi önnur úrræði. Þarna kemur til kasta bæði dýraeftirlitsmanna og búfjáreftirlitsmanna.
5. Eru til verklagsreglur um afskipti starfsmanna sveitarfélagsins og lögreglu af dýrum í viðkomandi umdæmi?
Nei, aðeins hjá Lögreglunni í Reykjavík. Reglur um þessi mál eru ekki samræmdar á öllu landinu og sumir telja ekki þörf á skriflegum reglum. Þó minna sumir á að í samþykktum um búfjárhald séu víða til reglur um meðferð búfjár á lausagöngu. Sums staðar nýtast samþykktir um hundahald og kattahald. Sum lögregluyfirvöld hafa beðið sveitarfélög um slíkar reglur og þess eru dæmi að slíkum beiðnum hafi verið hafnað.
6. Hver er afstaða sveitarfélagsins og lögreglunnar til merkingar og skráningar dýra? Hvernig er henni háttað, hvaða dýrategundir eru merktar og hver er afstaðan til stofnunar miðlægs gagnagrunns fyrir gæludýr í landinu líkt og er fyrir búfé hjá Bændasamtökum Íslands?
Allir telja bættar merkingar til bóta. Það myndi greiða fyrir allri meðhöndlun dýra hjá lögreglu og sveitarfélögum. Lögreglan hefur þó venjulega ekki aflestrartæki fyrir örmerki og ekki heldur starfsmenn sveitarfélaganna. Því þarf oft að leita til dýralækna eða hestaeigenda sem kunna að eiga slík tæki. Mjög jákvæð viðbrögð eru við uppsetningu miðlægs gagnagrunns en sum umdæmin taka þó ekki afstöðu til þess. Þó er þetta sú niðurstaða könnunarinnar sem vegur einna þyngst, því að miðlægur gagnagrunnur myndi greiða mikið fyrir meðhöndlun dýranna við hinar ýmsu aðstæður.
Gagnagrunnur fyrir öll örmerkt dýr á landinu
Þess má geta að þegar verið var að draga saman framangreindar niðurstöður var það merka skref stigið, nánar tiltekið á Jólaföstu 2010, að Völustallur, hlutafélag í eigu Dýralæknafélags Íslands, undirritaði samning við Tölvudeild Bændasamtaka Íslands um að smíða vefforrit og miðlægan gagnagrunn fyrir öll örmerkt gæludýr í landinu.
Gert er ráð fyrir að 1. útgáfa verði tilbúin 15. mars 2011. Þetta verður gífurleg framför því að dýralæknar munu framvegis skrá öll örmerkt gæludýr inn í sameiginlegan gagnabanka og þá geta lögregluyfirvöld, sveitarfélög og heilbrigðisyfirvöld nálgast upplýsingar um dýrin á einum stað. Eigendur munu hafa greiðan aðgang að upplýsingum um eigin dýr. Dýraverndarsamband Íslands, sem hefur verið mjög fylgjandi þessari þróun, lýsir yfir mikilli ánægju með þetta framtak
(Samantekt 26/12/10)
___________________________________________________________________________
Abstract in English: A survey was carried out by Klara Helgadóttir and Ólafur R. Dýrmundsson in 14 police departments in Iceland, covering the whole country, on the handling of stray or dead animals reported to the police. All of them had ways and means of taking care of such cases and are capable of seeking help from other bodies when needed. However, only the Reykjavík Police Department has a written protocol on the handling of animals in such circumstances. This could serve as a good example in efforts to improve procedures to the benefit of the animals and their owners.
There was a general wish that animals should be more clearly identified, especially by microchips, and that a central databank for pets should be established in a similar way as national databanks for livestock operated by the Farmers Association of Iceland. The good news arrived just before Christmas 2010 that a company owned by the Veterinary Society of Iceland is pioneering such a central databank and is planning to have it operational in 2011. We fully support this initative which will be a great advancement.
(Compiled 26/12/10)
Klara Helgadóttir og Ólafur R. Dýrmundsson
Umdæmi sem svöruðu könnuninni:
Lögreglustjórinn í Reykjavík, Lögreglan á Akranesi, Lögreglan í Borgarfirði og Dölum, Lögreglan á Vestfjörðum, Lögreglan á Blönduósi, Lögreglan á Sauðárkróki, Lögreglan á Akureyri, Lögreglan á Húsavík, Lögreglan á Seyðisfirði, Lögreglan á Eskifirði, Lögreglan á Hvolsvelli, Lögreglan í Vestmannaeyjum, Lögreglan á Selfossi og Lögreglan á Suðurnesjum.
Samtals 14 umdæmi
1. Hver eru viðbrögðin þegar koma þarf særðum, veikum eða illa stöddum dýrum til hjálpar?
Ef um er að ræða gæludýr er haft samband við eiganda, ef hann er þekktur, eða eftirlitsmann sveitarfélags (dýraeftirlitsmann). Þegar um búfé er að ræða er reynt að hafa upp á eiganda, ef hann er þekktur, eða búfjáreftirlitsmann og bónda. Oft er haft samband við dýralækni. Ef dýrið er mikið slasað aflífar lögreglan það yfirleitt samstundis á staðnum með skotvopni. Ef ekki er hægt að finna eiganda dýrsins er það yfirleitt urðað eða sett í sorpbrennslu.
2. Hver eru viðbrögðin þegar dauð dýr finnast eða farst, t.d. vegna ákeyrslu í umferðinni?
Reynt er að finna eiganda dýrsins. Sums staðar er haft samband við dýraeftirlitsmenn eða búfjáreftirlitsmenn (starfsmann sveitarfélaga). Ef eigendur finnast ekki eru dauð dýr sett í urðun eða sorpbrennslu.
3. Hver eru viðbrögðin ef laus dýr finnast, þ.e. sloppin eða sleppt að heiman eða á lausagöngu af sömu ástæðum?
Reynt er að hafa uppá eigandanum, ef hann er þekktur. Annars er dýrið venjulega afhent dýraeftirlitsmanni (sé um gæludýr að ræða) eða búfjáreftirlitsmanni (þegar um búfé er að ræða), þannig að sveitarfélagið ber ábyrgð á þeim. Á höfuðborgarsvæðinu fara óskilakettir oftast í Kattholt og hundum er komið fyrir tímabundið á hundahótelum.
4. Hvert er farið með dýrið og hvað er gert til að hafa samband við eigendur í tilvikum 1), 2) og 3) hér að framan?
Venjulega er farið með dýrið í húsnæði eða aðstöðu sem sveitarfélagið hefur tiltækt, stundum fyrst á lögreglustöð ef um lítil dýr er að ræða. Kannaðar eru merkingar eða mörk á dýrunum til að finna eiganda. Ef hann finnst er venjulega hringt í hann. Ef það tekst ekki getur þurft að farga dýrinu, nema sveitarfélagið hafi önnur úrræði. Þarna kemur til kasta bæði dýraeftirlitsmanna og búfjáreftirlitsmanna.
5. Eru til verklagsreglur um afskipti starfsmanna sveitarfélagsins og lögreglu af dýrum í viðkomandi umdæmi?
Nei, aðeins hjá Lögreglunni í Reykjavík. Reglur um þessi mál eru ekki samræmdar á öllu landinu og sumir telja ekki þörf á skriflegum reglum. Þó minna sumir á að í samþykktum um búfjárhald séu víða til reglur um meðferð búfjár á lausagöngu. Sums staðar nýtast samþykktir um hundahald og kattahald. Sum lögregluyfirvöld hafa beðið sveitarfélög um slíkar reglur og þess eru dæmi að slíkum beiðnum hafi verið hafnað.
6. Hver er afstaða sveitarfélagsins og lögreglunnar til merkingar og skráningar dýra? Hvernig er henni háttað, hvaða dýrategundir eru merktar og hver er afstaðan til stofnunar miðlægs gagnagrunns fyrir gæludýr í landinu líkt og er fyrir búfé hjá Bændasamtökum Íslands?
Allir telja bættar merkingar til bóta. Það myndi greiða fyrir allri meðhöndlun dýra hjá lögreglu og sveitarfélögum. Lögreglan hefur þó venjulega ekki aflestrartæki fyrir örmerki og ekki heldur starfsmenn sveitarfélaganna. Því þarf oft að leita til dýralækna eða hestaeigenda sem kunna að eiga slík tæki. Mjög jákvæð viðbrögð eru við uppsetningu miðlægs gagnagrunns en sum umdæmin taka þó ekki afstöðu til þess. Þó er þetta sú niðurstaða könnunarinnar sem vegur einna þyngst, því að miðlægur gagnagrunnur myndi greiða mikið fyrir meðhöndlun dýranna við hinar ýmsu aðstæður.
Gagnagrunnur fyrir öll örmerkt dýr á landinu
Þess má geta að þegar verið var að draga saman framangreindar niðurstöður var það merka skref stigið, nánar tiltekið á Jólaföstu 2010, að Völustallur, hlutafélag í eigu Dýralæknafélags Íslands, undirritaði samning við Tölvudeild Bændasamtaka Íslands um að smíða vefforrit og miðlægan gagnagrunn fyrir öll örmerkt gæludýr í landinu.
Gert er ráð fyrir að 1. útgáfa verði tilbúin 15. mars 2011. Þetta verður gífurleg framför því að dýralæknar munu framvegis skrá öll örmerkt gæludýr inn í sameiginlegan gagnabanka og þá geta lögregluyfirvöld, sveitarfélög og heilbrigðisyfirvöld nálgast upplýsingar um dýrin á einum stað. Eigendur munu hafa greiðan aðgang að upplýsingum um eigin dýr. Dýraverndarsamband Íslands, sem hefur verið mjög fylgjandi þessari þróun, lýsir yfir mikilli ánægju með þetta framtak
(Samantekt 26/12/10)
___________________________________________________________________________
Abstract in English: A survey was carried out by Klara Helgadóttir and Ólafur R. Dýrmundsson in 14 police departments in Iceland, covering the whole country, on the handling of stray or dead animals reported to the police. All of them had ways and means of taking care of such cases and are capable of seeking help from other bodies when needed. However, only the Reykjavík Police Department has a written protocol on the handling of animals in such circumstances. This could serve as a good example in efforts to improve procedures to the benefit of the animals and their owners.
There was a general wish that animals should be more clearly identified, especially by microchips, and that a central databank for pets should be established in a similar way as national databanks for livestock operated by the Farmers Association of Iceland. The good news arrived just before Christmas 2010 that a company owned by the Veterinary Society of Iceland is pioneering such a central databank and is planning to have it operational in 2011. We fully support this initative which will be a great advancement.
(Compiled 26/12/10)