Lög Dýraverndarsambands Íslands
Samþykkt á aðalfundi 2018.
I Heiti, hlutverk og skyldur
1. gr.
Heiti félagsskaparins er Dýraverndarfélag Íslands - Dýraverndarsamband Íslands
og er varnarþing þess í Reykjavík.
2. gr.
Hlutverk sambandsins er:
a) að vinna að bættri velferð dýra og standa vörð um lögvernd þeirra svo sem lög
og reglugerðir mæla fyrir um.
b) að beita sér fyrir fræðslu og upplýsingamiðlun um góða meðferð dýra og
hvetja skóla, félagasamtök og einstaklinga til að efla velferð þeirra.
c) að taka virkan þátt í umræðu um málefni og velferð dýra meðal opinberra aðila
og í fjölmiðlum.
d) að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um dýravelferð.
e) að stuðla að góðri lagasetningu og reglubundnu og markvissu opinberu eftirliti
til verndar dýrum og gefa faglegar umsagnir um breytingar á lögum og reglum
um dýravelferð.
f) að stuðla að málefnalegri umræðu um dýravelferð og málefni dýra.
3. gr.
Sambandið tekur að sér eftirtaldar skuldbindingar:
a) að tilnefna einn fulltrúa til þriggja ára í fagráð um velferð dýra samkvæmt
lögum númer 55/2013 um velferð dýra.
b) að tilnefna allt að þrjá fulltrúa í Norræna Dýravelferðarráðið skv.
samþykktum þess.
c) að tilnefna tvo fulltrúa í stjórn Sauðfjárverndarinnar kt. 550269-4659.
d) að tilnefna þrjá fulltrúa í stjórn Minningarsjóðs Peders J. Steffensen kt.
680602-3950.
e) að tilnefna þrjá fulltrúa í stjórn Tækjakaupasjóðsins „Dýrin mín stór og smá“ kt.
691298-4349.
f) að annast vörslu Sólskríkjusjóðsins kt. 600397-2149.
II Aðild og fjárreiður
4. gr.
Félagar geta orðið allir þeir einstaklingar og skráð félög sem vilja vinna að bættri
meðferð dýra í samræmi við hlutverk og skuldbindingar sambandsins skv. lögum
þessum. Fullgildir félagsmenn teljast samþykktir félagar, sem greitt hafa árlegt
félagsgjald. Nýir félagar eru samþykktir á aðalfundi ár hvert og öðlast rétt til að
greiða atkvæði og gefa kost á sér til stjórnar á næsta aðalfundi. Félagsmenn
hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins. Rétt til að greiða atkvæði á
fundum félagsins og kjörgengi í stjórn og nefndir hafa einungis fullgildir félagar
sem greitt hafa félagsgjöld.
Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi ár hvert og eru innheimt árlega.
Stjórn heldur félagaskrá sambandsins, sér um samskipti við félagsmenn
og innheimtu félagsgjalds. Félagaskrá má stjórnin eigi láta af hendi nema með
samþykki aðalfundar og hvers einstaks félaga sem um ræðir.
Félagsmönnum ber að virða lög félagsins, fundarsköp, fundarsamþykktir og
ákvarðanir stjórnar. Félagsmönnum er óheimilt að tjá sig á opinberum vettvangi í
nafni félagsins nema með samþykki stjórnar.
Heimilt er með samþykki aðalfundar að vísa einstaklingi úr félaginu hafi hann
gerst brotlegur við lög um velferð dýra eða brotið gróflega gegn reglum um
félagsaðild sambandsins samkvæmt ofangreindu.
5. gr.
Reikningsár sambandsins er almanaksárið. Stjórn velur viðurkenndan
fagaðila sem sér um gerð ársreikninga sambandsins.
III Stjórn sambandsins
6. gr.
Sex manna stjórn sambandsins sér um alla framkvæmd félagsins, annast öll
málefni þess og er í fyrirsvari fyrir félagið út á við. Stjórn skipa formaður, gjaldkeri
og ritari, auk þriggja meðstjórnenda. Einnig skal kjósa tvo skoðunarmenn
reikninga.
Formaður er talsmaður sambandsins. Formaður boðar til stjórnarfunda og
hefur yfirumsjón með allri starfsemi sambandsins, skipulagi og rekstri.
Formaður getur falið stjórnarmönnum verkefni eftir því sem við á.
Ritari er staðgengill formanns. Ritari skal halda fundarbók stjórnar,
skrifa fundargerðir félagsfunda, halda utan um ársskýrslu stjórnar og ritstýra
fréttabréfi sambandsins.
Gjaldkeri ber ábyrgð á bókhaldi sambandsins, sér um innheimtu félagsgjalda og
gerð ársreikninga.
Á stjórnarfundum ræður afl atkvæða úrslitum. Séu atkvæði jöfn ræður
atkvæði formanns.
7. gr.
Sambandið skal starfrækja skrifstofuaðstöðu eftir því sem aðstæður leyfa. Stjórn
getur ráðið framkvæmdarstjóra og/eða starfsmann til að sjá um daglega umsýslu
sambandsins.
Framkvæmdastjóri og/eða starfsmaður situr stjórnarfundi sambandsins eftir því
sem við á.
8. gr.
Stjórn getur óskað eftir þátttöku félagsmanna í starfsemi þess og stofnað nefndir
eða vinnuhópa til lengri eða skemmri tíma, eftir því sem verkefni eða
aðstæður gefa tilefni til.
IV Aðalfundur og kosningar
9. gr.
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum sambandsins. Aðalfund skal halda
fyrir lok maí ár hvert. Til hans skal boða með minnst 14 daga fyrirvara með
auglýsingu og samkvæmt gildandi félagaskrá á hverjum tíma og telst hann þá
lögmætur. Rétt til setu á aðalfundi eiga allir fullgildir félagsmenn.
Á aðalfundi skal stjórn kynna ársskýrslu þar sem gerð er grein fyrir
störfum félagsins á liðnu ári, kynna tillögur um verkefni næsta árs og leggja fram
skoðaða reikninga félagsins og álit skoðunarmanna til afgreiðslu. Kynni stjórn
DÍS fyrirhuguð verkefni sem fela í sér veruleg fjárútlát þarf samþykki tveggja
þriðju aðalfundargesta til þeirra verkefna.
Lagabreytingar má aðeins gera með samþykki aðalfundar. Tillögur um
lagabreytingar skulu sendar stjórn a.m.k. viku fyrir boðaðan aðalfund og kynntar
félagsmönnum a.m.k. 5 dögum fyrir aðalfund.
10. gr.
Stjórn sambandsins skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Kjörgengi
til stjórnarsetu eiga allir fullgildir félagsmenn. Aðeins einstaklingar geta boðið sig
fram til stjórnar, félög með aðild geta ekki boðið fram mann til stjórnar í sínu
umboði. Kjósa skal formann, tvo meðstjórnendur og endurskoðunarmann
reikninga annað hvert ár en hitt árið skal kjósa gjaldkera, ritara, meðstjórnanda
og endurskoðunarmann reikninga. Láti stjórnarmaður af störfum áður en
kjörtímabili lýkur skal kjósa í embætti hans á næsta aðalfundi.
Framboð til stjórnarsetu skal berast stjórn a.m.k. viku fyrir boðaðan aðalfund og
kynnt félagsmönnum a.m.k. 5 dögum fyrir aðalfund.
11. gr.
Allir fullgildir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á fundum félagsins. Við
atkvæðagreiðslu á aðalfundi gildir hreinn meirihluti fullgildra félagsmanna sem á
fundinn eru skráðir en tvo þriðju hluta þeirra þarf til lagabreytinga og allra
meiriháttar breytinga á stefnu félagsins. Á öðrum félagsfundum sambandsins
gildir meirihluti viðstaddra við atkvæðagreiðslu.
V Slit sambandsins
12. gr.
Hætti sambandið störfum skal sú ákvörðum tekin á aðalfundi eða
aukaaðalfundi með tveimur þriðju hluta atkvæða. Skal þá verja fé og eignum
sambandsins í þágu dýravelferðar á Íslandi undir umsjón þess ráðuneytis í
Ríkisstjórn Íslands sem hefur umsjón með málefnum dýravelferðar í landinu.
I Heiti, hlutverk og skyldur
1. gr.
Heiti félagsskaparins er Dýraverndarfélag Íslands - Dýraverndarsamband Íslands
og er varnarþing þess í Reykjavík.
2. gr.
Hlutverk sambandsins er:
a) að vinna að bættri velferð dýra og standa vörð um lögvernd þeirra svo sem lög
og reglugerðir mæla fyrir um.
b) að beita sér fyrir fræðslu og upplýsingamiðlun um góða meðferð dýra og
hvetja skóla, félagasamtök og einstaklinga til að efla velferð þeirra.
c) að taka virkan þátt í umræðu um málefni og velferð dýra meðal opinberra aðila
og í fjölmiðlum.
d) að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um dýravelferð.
e) að stuðla að góðri lagasetningu og reglubundnu og markvissu opinberu eftirliti
til verndar dýrum og gefa faglegar umsagnir um breytingar á lögum og reglum
um dýravelferð.
f) að stuðla að málefnalegri umræðu um dýravelferð og málefni dýra.
3. gr.
Sambandið tekur að sér eftirtaldar skuldbindingar:
a) að tilnefna einn fulltrúa til þriggja ára í fagráð um velferð dýra samkvæmt
lögum númer 55/2013 um velferð dýra.
b) að tilnefna allt að þrjá fulltrúa í Norræna Dýravelferðarráðið skv.
samþykktum þess.
c) að tilnefna tvo fulltrúa í stjórn Sauðfjárverndarinnar kt. 550269-4659.
d) að tilnefna þrjá fulltrúa í stjórn Minningarsjóðs Peders J. Steffensen kt.
680602-3950.
e) að tilnefna þrjá fulltrúa í stjórn Tækjakaupasjóðsins „Dýrin mín stór og smá“ kt.
691298-4349.
f) að annast vörslu Sólskríkjusjóðsins kt. 600397-2149.
II Aðild og fjárreiður
4. gr.
Félagar geta orðið allir þeir einstaklingar og skráð félög sem vilja vinna að bættri
meðferð dýra í samræmi við hlutverk og skuldbindingar sambandsins skv. lögum
þessum. Fullgildir félagsmenn teljast samþykktir félagar, sem greitt hafa árlegt
félagsgjald. Nýir félagar eru samþykktir á aðalfundi ár hvert og öðlast rétt til að
greiða atkvæði og gefa kost á sér til stjórnar á næsta aðalfundi. Félagsmenn
hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins. Rétt til að greiða atkvæði á
fundum félagsins og kjörgengi í stjórn og nefndir hafa einungis fullgildir félagar
sem greitt hafa félagsgjöld.
Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi ár hvert og eru innheimt árlega.
Stjórn heldur félagaskrá sambandsins, sér um samskipti við félagsmenn
og innheimtu félagsgjalds. Félagaskrá má stjórnin eigi láta af hendi nema með
samþykki aðalfundar og hvers einstaks félaga sem um ræðir.
Félagsmönnum ber að virða lög félagsins, fundarsköp, fundarsamþykktir og
ákvarðanir stjórnar. Félagsmönnum er óheimilt að tjá sig á opinberum vettvangi í
nafni félagsins nema með samþykki stjórnar.
Heimilt er með samþykki aðalfundar að vísa einstaklingi úr félaginu hafi hann
gerst brotlegur við lög um velferð dýra eða brotið gróflega gegn reglum um
félagsaðild sambandsins samkvæmt ofangreindu.
5. gr.
Reikningsár sambandsins er almanaksárið. Stjórn velur viðurkenndan
fagaðila sem sér um gerð ársreikninga sambandsins.
III Stjórn sambandsins
6. gr.
Sex manna stjórn sambandsins sér um alla framkvæmd félagsins, annast öll
málefni þess og er í fyrirsvari fyrir félagið út á við. Stjórn skipa formaður, gjaldkeri
og ritari, auk þriggja meðstjórnenda. Einnig skal kjósa tvo skoðunarmenn
reikninga.
Formaður er talsmaður sambandsins. Formaður boðar til stjórnarfunda og
hefur yfirumsjón með allri starfsemi sambandsins, skipulagi og rekstri.
Formaður getur falið stjórnarmönnum verkefni eftir því sem við á.
Ritari er staðgengill formanns. Ritari skal halda fundarbók stjórnar,
skrifa fundargerðir félagsfunda, halda utan um ársskýrslu stjórnar og ritstýra
fréttabréfi sambandsins.
Gjaldkeri ber ábyrgð á bókhaldi sambandsins, sér um innheimtu félagsgjalda og
gerð ársreikninga.
Á stjórnarfundum ræður afl atkvæða úrslitum. Séu atkvæði jöfn ræður
atkvæði formanns.
7. gr.
Sambandið skal starfrækja skrifstofuaðstöðu eftir því sem aðstæður leyfa. Stjórn
getur ráðið framkvæmdarstjóra og/eða starfsmann til að sjá um daglega umsýslu
sambandsins.
Framkvæmdastjóri og/eða starfsmaður situr stjórnarfundi sambandsins eftir því
sem við á.
8. gr.
Stjórn getur óskað eftir þátttöku félagsmanna í starfsemi þess og stofnað nefndir
eða vinnuhópa til lengri eða skemmri tíma, eftir því sem verkefni eða
aðstæður gefa tilefni til.
IV Aðalfundur og kosningar
9. gr.
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum sambandsins. Aðalfund skal halda
fyrir lok maí ár hvert. Til hans skal boða með minnst 14 daga fyrirvara með
auglýsingu og samkvæmt gildandi félagaskrá á hverjum tíma og telst hann þá
lögmætur. Rétt til setu á aðalfundi eiga allir fullgildir félagsmenn.
Á aðalfundi skal stjórn kynna ársskýrslu þar sem gerð er grein fyrir
störfum félagsins á liðnu ári, kynna tillögur um verkefni næsta árs og leggja fram
skoðaða reikninga félagsins og álit skoðunarmanna til afgreiðslu. Kynni stjórn
DÍS fyrirhuguð verkefni sem fela í sér veruleg fjárútlát þarf samþykki tveggja
þriðju aðalfundargesta til þeirra verkefna.
Lagabreytingar má aðeins gera með samþykki aðalfundar. Tillögur um
lagabreytingar skulu sendar stjórn a.m.k. viku fyrir boðaðan aðalfund og kynntar
félagsmönnum a.m.k. 5 dögum fyrir aðalfund.
10. gr.
Stjórn sambandsins skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Kjörgengi
til stjórnarsetu eiga allir fullgildir félagsmenn. Aðeins einstaklingar geta boðið sig
fram til stjórnar, félög með aðild geta ekki boðið fram mann til stjórnar í sínu
umboði. Kjósa skal formann, tvo meðstjórnendur og endurskoðunarmann
reikninga annað hvert ár en hitt árið skal kjósa gjaldkera, ritara, meðstjórnanda
og endurskoðunarmann reikninga. Láti stjórnarmaður af störfum áður en
kjörtímabili lýkur skal kjósa í embætti hans á næsta aðalfundi.
Framboð til stjórnarsetu skal berast stjórn a.m.k. viku fyrir boðaðan aðalfund og
kynnt félagsmönnum a.m.k. 5 dögum fyrir aðalfund.
11. gr.
Allir fullgildir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á fundum félagsins. Við
atkvæðagreiðslu á aðalfundi gildir hreinn meirihluti fullgildra félagsmanna sem á
fundinn eru skráðir en tvo þriðju hluta þeirra þarf til lagabreytinga og allra
meiriháttar breytinga á stefnu félagsins. Á öðrum félagsfundum sambandsins
gildir meirihluti viðstaddra við atkvæðagreiðslu.
V Slit sambandsins
12. gr.
Hætti sambandið störfum skal sú ákvörðum tekin á aðalfundi eða
aukaaðalfundi með tveimur þriðju hluta atkvæða. Skal þá verja fé og eignum
sambandsins í þágu dýravelferðar á Íslandi undir umsjón þess ráðuneytis í
Ríkisstjórn Íslands sem hefur umsjón með málefnum dýravelferðar í landinu.