Dýraverndunarstöðin í Tungu. Tunga stóð efst á Laugaveginum, ská á móti Bolholti sem nú er. Á húsinu stendur: Dýraverndunarfélag Íslands hýsir hesta. Í dag fagnar Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) 110 árum! Fyrir frumkvæði og þrautseigju dýravina var Dýraverndarsamband Íslands stofnað þann 13. júlí 1914. Sambandið hét í upphafi Dýraverndunarfélag Íslands. Saga DÍS er orðin löng og er mjög merk, en sambandið hefur náð mörgum áfangasigrum í þágu velferðar dýra hér á landi. Nefna má í því tilliti brýnasta verkefni Dýraverndunarfélagsins í upphafi sem var að koma á lögum um dýravernd. Tókst það árið 1915 fyrir tilstilli félagsins sem lagði fram frumvarp til laga sem var samþykkt á Alþingi og var mikill áfangi. Félagið hefur komið að lagabreytingum alla tíð síðan og segja má að saga dýraverndarlaga á Íslandi sé samofin sögu þess. Hér má kynna sér nánar sögu og áfangasigra Dýraverndarsambandsins í baráttunni fyrir bættri velferð dýra: Saga DÍS Stefnt er að því að halda afmælishátíð og málþing í nóvember til að fagna þessum merka áfanga sem verður auglýst nánar síðar. Comments are closed.
|