Hlekkir á önnur félög tengd dýravelferð
Á þessari síðu má finna lista yfir þau félög sem vinna að aukinni velferð dýra. Dýraverndarsamband Íslands styður allt málefnalegt starf sem unnið er í þágu velferðar dýra og hvetur almenning til að láta sig það varða.
Dýrahjálp Íslands - Markmið félagsins er að leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli, hvort sem það er fósturheimili eða varanlegt heimili.
Félag ábyrgra hundaeigenda - Tilgangur félagsins er að vera málsvari hundaeigenda og hunda með það að markmiði að stuðla að ábyrgu hundahaldi. Fuglavernd - Tilgangur Fuglaverndar er verndun fugla og búsvæða þeirra. Sérstaklega tegunda sem eru í útrýmingarhættu á Íslandi. Kattavinafélag Íslands - Tilgangur Kattavinafélagsins var að vinna að betri meðferð katta og standa vörð um að kettir njóti þeirrar lögverndar sem gildandi dýraverndunarlög mæla fyrir um, og stuðla að því að allir kettir eigi sér húsaskjól, mat og gott atlæti. Kattavinafélagið rekur Kattholt sem er athvarf fyrir heimilislausa ketti. Kisukot - Kisukot var stofnað til að koma til móts við þann fjölda af kisum sem er á vergangi á Akureyri. Starfsemin er rekin í heimahúsi á meðan leitað er eftir hentugu húsnæði fyrir kisurnar. Villikettir - Markmið félagsins er að hlúa að villi- og vergangsköttum á Íslandi og fækka þeim á mannúðlegan hátt með því að Fanga-Gelda-Skila (TNR) sem er alþjóðleg aðferð sem miðar að því að fækka villköttum án þess að aflífa þá. Landvernd - Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi. |