Dýravernd er mér hjartans mál

eftir Lindu Pétursdóttur
linda@badhusid.is
Linda Pétursdóttir heiti ég og er þekkt fyrir margt annað en aðkomu mína að matvælaframleiðslu á Íslandi.
Ástæðan fyrir því að ég stend hér er sára einföld. Ég er mikill dýravinur og hef verið alla tíð. Það varð til þess að ég skrifaði um meðferð dýra á netið, enda er dýravernd mér hjartans mál. Ég hafði átt í dialog við vinkonu mina í Kanada, sem einnig er mikill dýravinur, þar sem við ræddum illa meðferð á dýrum, eins og svo oft áður.
Hún sendi mér grafískt video um það málefni sem ég setti á feisbúkk síðu mina og vakti það mikil og hörð viðbrögð-sem enduðu svo í fjölmiðlum nýverið.
Ég vil taka það skýrt fram að ég er alls enginn sérfræðingur um þessi málefni og ég þekki marga bændur sem hugsa afskaplega vel um dýrin sín.
Ég er hinsvegar bara venjuleg manneskja sem hef fengið nóg af slæmri meðferð á dýrum, á hvaða hátt sem er, og ég hef því ákveðið að láta í mér heyra fyrir saklaus dýrin sem geta ekki varið sig sjálf. Ég trúi því og vona að með því geti ég haft áhrif.
Vonandi munu fleiri vera á sömu skoðun og ég og slást í hópinn í þessari grasrótarhreyfingu með það að markmiði að breyta meðferð á dýrum og ekki síður, hvort dýrunum sé slátrað á mannúðlegan hátt. Að við förum að hugsa um hvaðan maturinn okkar kemur og hvernig hann endaði á diskunum okkar. Ég viðurkenni það fúslega að ég hef ekki alltaf verið meðvituð um einmitt þetta en sem betur fer hugsa ég um í dag, hvaðan maturinn minn kemur.
Viðbrögðin sem ég hef fengið eftir innslagið á feisbúkksíðu minni, hafa verið mörg og mikil, meginþorri þeirra mjög jákvæður en alls ekki frá öllum.
Það kom mér í raun í opna skjöldu hversu mikil viðbrögðin hafa verið og ekki síst þegar þau fóru að snúast um mina persónu.
Ákveðinn aðili sagðist nú ekki skilja hvað ég væri yfirhöfuð að tjá mig um þessi mál, hann væri þess nú fullviss að hann hafi séð mig í pels há einhverri mynd, hér áður fyrr og annar sagði að honum hefði aldrei þótt ég neitt sérlega sæt.
Ég áttaði mig á því þegar athugasemdirnar fóru að hrynja inn að nú þyrfti ég að vera tilbúin að taka aðfinnslum um mig persónulega, þar sem ég er þekkt andlit, eða láta staðar numið. En það tók mig ekki langan tíma að ákveða að ég væri alveg til í að heyra aðfinnslur um útlit mitt, sem kemur málinu auðvitað ekki við á nokkurn hátt, ef það gæti orðið til þess að bjarga einhverjum dýrum frá ömurlegu lífi og enn ömurlegri dauðdaga. Enda gæti mér ekki verið meira sama hvort einhverjum finnst ég sæt eður ei!
En áður en lengra er haldið vil ég taka það fram að ég er ekki á móti því að folk borði kjöt, og ég hef engan áhuga að gera lítið úr störfum þeirra sem vinna í matvælaiðnaði.
En við verðum að sjá breytingu. Við verðum að gera okkur grein fyrir að dýr eru skyni gædd, með rétt á því að lifa lífi sínu á mannúðlegan og náttúrulegan hátt áður en þeim er slátrað. Sumstaðar þar sem verksmiðjubúskapur er stundaður, er þessi réttur dýranna tekinn frá þeim, og þau eyða lífi sínu við ömurlegar og óásættanlegar aðstæður.
Dýr, jafnt á við okkur mannfólkið, hafa rétt á fersku lofti, sólarljósi, jörðinni og frelsi til athafna eins og þau fengu hér á árum áður. Búið er skipta út velferð dýra fyrir hagkvæmnisrök og gróðrarsjónarmið og eru það skelfileg skipti. Það þýðir að áhersla er lögð á að ná sem mestri þyngd skepnunnar á sem stystum tíma, í sem minnstu rými. Klárlega eru það dýrin sem tapa í þessu samhengi, við óásættanlegar aðstæður.
Sem neytendur höfum við val. Við getum krafist þess að fá að vita hvaðan varan okkar kemur og hvernig hún var framleidd. Hvort að svínin, kjúklingarnir, kýrnar og kindurnar sem dæmi, hafi lifað sómasamlegu lífi eða hvort þau hafi þurft að kveljast til þess að enda á diskunum okkar.
Þannig að nú er svo komið að við þurfum öll, hvort sem það eru dýraverndunarsinnar eins og ég sjálf, bændur, kjötframleiðendur, sláturhús eða neytendur, að taka höndum saman og finna lausn fyrir bættum aðstæðum dýra.
Við skulum ekki rífast og verja okkar eigin leið heldur koma frekar saman að borðinu með það að markmiði að finna lausn fyrir málleysingjana.
Ég hvet alla þá er málið varðar að koma saman, ekki bara til að bæta líf dýranna, heldur vegna þess að það er klárlega, siðferðilega rétt.
Erindi á málþingi um matvælaframleiðslu á Íslandi, Norræna húsinu þann 26.04.2011.
linda@badhusid.is
Linda Pétursdóttir heiti ég og er þekkt fyrir margt annað en aðkomu mína að matvælaframleiðslu á Íslandi.
Ástæðan fyrir því að ég stend hér er sára einföld. Ég er mikill dýravinur og hef verið alla tíð. Það varð til þess að ég skrifaði um meðferð dýra á netið, enda er dýravernd mér hjartans mál. Ég hafði átt í dialog við vinkonu mina í Kanada, sem einnig er mikill dýravinur, þar sem við ræddum illa meðferð á dýrum, eins og svo oft áður.
Hún sendi mér grafískt video um það málefni sem ég setti á feisbúkk síðu mina og vakti það mikil og hörð viðbrögð-sem enduðu svo í fjölmiðlum nýverið.
Ég vil taka það skýrt fram að ég er alls enginn sérfræðingur um þessi málefni og ég þekki marga bændur sem hugsa afskaplega vel um dýrin sín.
Ég er hinsvegar bara venjuleg manneskja sem hef fengið nóg af slæmri meðferð á dýrum, á hvaða hátt sem er, og ég hef því ákveðið að láta í mér heyra fyrir saklaus dýrin sem geta ekki varið sig sjálf. Ég trúi því og vona að með því geti ég haft áhrif.
Vonandi munu fleiri vera á sömu skoðun og ég og slást í hópinn í þessari grasrótarhreyfingu með það að markmiði að breyta meðferð á dýrum og ekki síður, hvort dýrunum sé slátrað á mannúðlegan hátt. Að við förum að hugsa um hvaðan maturinn okkar kemur og hvernig hann endaði á diskunum okkar. Ég viðurkenni það fúslega að ég hef ekki alltaf verið meðvituð um einmitt þetta en sem betur fer hugsa ég um í dag, hvaðan maturinn minn kemur.
Viðbrögðin sem ég hef fengið eftir innslagið á feisbúkksíðu minni, hafa verið mörg og mikil, meginþorri þeirra mjög jákvæður en alls ekki frá öllum.
Það kom mér í raun í opna skjöldu hversu mikil viðbrögðin hafa verið og ekki síst þegar þau fóru að snúast um mina persónu.
Ákveðinn aðili sagðist nú ekki skilja hvað ég væri yfirhöfuð að tjá mig um þessi mál, hann væri þess nú fullviss að hann hafi séð mig í pels há einhverri mynd, hér áður fyrr og annar sagði að honum hefði aldrei þótt ég neitt sérlega sæt.
Ég áttaði mig á því þegar athugasemdirnar fóru að hrynja inn að nú þyrfti ég að vera tilbúin að taka aðfinnslum um mig persónulega, þar sem ég er þekkt andlit, eða láta staðar numið. En það tók mig ekki langan tíma að ákveða að ég væri alveg til í að heyra aðfinnslur um útlit mitt, sem kemur málinu auðvitað ekki við á nokkurn hátt, ef það gæti orðið til þess að bjarga einhverjum dýrum frá ömurlegu lífi og enn ömurlegri dauðdaga. Enda gæti mér ekki verið meira sama hvort einhverjum finnst ég sæt eður ei!
En áður en lengra er haldið vil ég taka það fram að ég er ekki á móti því að folk borði kjöt, og ég hef engan áhuga að gera lítið úr störfum þeirra sem vinna í matvælaiðnaði.
En við verðum að sjá breytingu. Við verðum að gera okkur grein fyrir að dýr eru skyni gædd, með rétt á því að lifa lífi sínu á mannúðlegan og náttúrulegan hátt áður en þeim er slátrað. Sumstaðar þar sem verksmiðjubúskapur er stundaður, er þessi réttur dýranna tekinn frá þeim, og þau eyða lífi sínu við ömurlegar og óásættanlegar aðstæður.
Dýr, jafnt á við okkur mannfólkið, hafa rétt á fersku lofti, sólarljósi, jörðinni og frelsi til athafna eins og þau fengu hér á árum áður. Búið er skipta út velferð dýra fyrir hagkvæmnisrök og gróðrarsjónarmið og eru það skelfileg skipti. Það þýðir að áhersla er lögð á að ná sem mestri þyngd skepnunnar á sem stystum tíma, í sem minnstu rými. Klárlega eru það dýrin sem tapa í þessu samhengi, við óásættanlegar aðstæður.
Sem neytendur höfum við val. Við getum krafist þess að fá að vita hvaðan varan okkar kemur og hvernig hún var framleidd. Hvort að svínin, kjúklingarnir, kýrnar og kindurnar sem dæmi, hafi lifað sómasamlegu lífi eða hvort þau hafi þurft að kveljast til þess að enda á diskunum okkar.
Þannig að nú er svo komið að við þurfum öll, hvort sem það eru dýraverndunarsinnar eins og ég sjálf, bændur, kjötframleiðendur, sláturhús eða neytendur, að taka höndum saman og finna lausn fyrir bættum aðstæðum dýra.
Við skulum ekki rífast og verja okkar eigin leið heldur koma frekar saman að borðinu með það að markmiði að finna lausn fyrir málleysingjana.
Ég hvet alla þá er málið varðar að koma saman, ekki bara til að bæta líf dýranna, heldur vegna þess að það er klárlega, siðferðilega rétt.
Erindi á málþingi um matvælaframleiðslu á Íslandi, Norræna húsinu þann 26.04.2011.