DÍS
  • Um félagið
    • Um DÍS
    • Stjórn DÍS
    • Lög DÍS
    • Ársskýrslur og aðalfundir
    • Skrifstofa DÍS
  • Starfsemi DÍS
    • Almenn stefna og nálgun DÍS
    • Ályktanir og áskoranir
    • Umsagnir DÍS
  • Fróðleikur
    • Algengar spurningar
    • Dýraverndarinn
    • Ýmis fróðleikur
    • DÍS í fjölmiðlum
  • Önnur starfsemi tengd dýrum
    • Félög tengd dýravelferð
    • Félög tengd dýrahaldi
    • Stofnanir
    • Lög og reglugerðir
    • Dýr og dýravelferð á samfélagsmiðlum
  • Styðja við dýravernd
    • Gerast félagi
    • Gerast styrktarfélagi í DÍS
    • Styrkja félagið beint
    • Að tilkynna illa meðferð
  • Um félagið
    • Um DÍS
    • Stjórn DÍS
    • Lög DÍS
    • Ársskýrslur og aðalfundir
    • Skrifstofa DÍS
  • Starfsemi DÍS
    • Almenn stefna og nálgun DÍS
    • Ályktanir og áskoranir
    • Umsagnir DÍS
  • Fróðleikur
    • Algengar spurningar
    • Dýraverndarinn
    • Ýmis fróðleikur
    • DÍS í fjölmiðlum
  • Önnur starfsemi tengd dýrum
    • Félög tengd dýravelferð
    • Félög tengd dýrahaldi
    • Stofnanir
    • Lög og reglugerðir
    • Dýr og dýravelferð á samfélagsmiðlum
  • Styðja við dýravernd
    • Gerast félagi
    • Gerast styrktarfélagi í DÍS
    • Styrkja félagið beint
    • Að tilkynna illa meðferð

Velferð svína við lausagöngu í húsum 

22/4/2015

 
PictureFrá íslensku svínabúi - útigrísir. Myndin er fengin að láni með leyfi höfundar.

Dýraverndarsambandið hefur sent Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu athugasemd og fór þar fram á leiðréttingu vegna breytingar sem gerð var á drögum að reglugerð um velferð svína. Enginn virtist þá vita við fyrstu eftirgrennslan hvaðan sú breyting var komin, m.a. könnuðust umsagnaraðilar á borð við MAST og Félag svínabænda ekki við hana.

Dýraverndarsambandið átti fulltrúa í hópnum sem vann að drögum að reglugerð um velferð svína og var þar ýmislegt til bóta, en félagið fagnaði til dæmis að ákvæði hélst inni um að leyfilegt yrði að halda svín úti, sem ekki var áður. 

Sú breyting sem kom í ljós við birtingu reglugerðarinnar og DÍS gerir alvarlega athugasemd við, var sjöunda grein um hreyfingu, hvíld og þarfir.


Í drögunum var kveðið á um að 7 dögum fyrir og eftir got skyldi þrengja að gyltum í gotstíum, m.s. vegna öryggis grísanna sem til dæmis þurfa að læra að færa sig þegar móðirin leggst niður. En við útgáfu reglugerðarinnar hafði þessi tími lengst upp í 28 daga eftir got, sem er bæði óþarft og óásættanlegt út frá sjónarmiðum dýravelferðar.

Við nánari eftirgrennslan kom svo í ljós að breyting þessi átti sér stað inni í ráðuneytinu sjálfu þar sem unnin var samræmingarvinna við aðrar reglugerðir á Norðurlöndunum um velferð svína. Við lítum til frændþjóða okkar við vinnu sem þessa og hér var þessu breytt í þeim ferli. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er nú unnið að lagfæringum á þessu og er það skilningur okkar í Dýraverndarsambandinu að nánast sé um formsatriði að ræða, en ekki matsatriði. Við göngum því út frá því að þetta verði leiðrétt. Einnig hafa svínabændur sjálfir lýst undrun á þessu og við vitum að þeir hafa sjálfir óskað formlega eftir það þetta verði leiðrétt. 

Jafnframt var okkur tjáð í ráðuneytinu að þegar þessari lagfæringu sé lokið verði reglugerðin send til umsagnaraðila, m.a. dýraverndarsamtaka á borð við DÍS og Velbú, til umsagnar. 

Hér má sjá núgildandi reglugerð: Reglugerð um velferð svína



Comments are closed.
    Picture

    Að tilkynna illa meðferð 
    °  °  °  °  °  °  ° 

    Tímaritið
    Dýraverndarinn 

    Picture
    Hlekkir
    Dýraauðkenni
    Dýrahjálp Íslands
    Dýralæknafélag Íslands
    Kattavinafélag Íslands
    Kisukot
    Matvælastofnun
    Munnur hestsins
    Umhverfisstofnun
    Villikettir

    ​dyravernd@dyravernd.is


    S: 552-3044

    RSS Feed

DÝRAVERNDARSAMBAND ÍSLANDS   |   GRENSÁSVEGI 8, 4. HÆÐ (gengið inn að aftan),108 REYKJAVÍK   |   SÍMI  552-3044   |   DYRAVERND@DYRAVERND.IS