Dýraverndarsamband Íslands
  • Um félagið
    • Um DÍS
    • Stjórn DÍS
    • Lög DÍS
    • Ársskýrslur og aðalfundir
    • Dýraverndarinn
    • Hafa samband
  • Starfsemi DÍS
    • Umsagnir DÍS
    • Að tilkynna illa meðferð
  • Styðja félagið
    • Styrkja félagið
    • Gerast félagi
  • Um félagið
    • Um DÍS
    • Stjórn DÍS
    • Lög DÍS
    • Ársskýrslur og aðalfundir
    • Dýraverndarinn
    • Hafa samband
  • Starfsemi DÍS
    • Umsagnir DÍS
    • Að tilkynna illa meðferð
  • Styðja félagið
    • Styrkja félagið
    • Gerast félagi

Aðalfundur 2022

20/6/2022

 
Stjórn DÍS vinnur nú loksins að langþráðum aðalfundi félagsins, eftir allnokkuð hlé. Það er að ýmsu að hyggja en þó komin dagsetning sem unnt er að treysta á. Aðalfundurinn verður haldinn sunnudaginn 7. ágúst kl. 15:00.   
Fullgildir félagar í DÍS hafa þegar fengið tölvupóst með nánari upplýsingum um fundinn, sem sendur var út skv. þeim tölvupóstföngum sem þau gáfu félaginu upp. Fullgildir félagsmenn einir mega sitja aðalfundinn, en það eru þau sem voru félagar fyrir eða voru borin upp til samþykktar á aðalfundinum 2018, þ.e. voru félagar fyrir eða samþykkt á síðasta aðalfundi. Sjá nánar um þetta í lögum félagsins. Nöfn þess fólks sem hefur sótt um inngöngu á tímabilinu sem aðalfundir hafa legið niðri, þ.e. frá aðalfundinum sem haldinn var árið 2018 verða borin upp á næsta aðalfundi og verða við það félagar. Þau geta sótt aðalfundi framtíðarinnar og þá boðið sig fram til stjórnarstarfa en geta ekki setið þennan fund eða boðið sig fram þar þar eð þau verða ekki fullgildir félagar fyrr en eftir fundinn.

Félagsgjöld verða send fullgildum félagsmönnum fyrir fundinn, enda er greiðsla félagsgjalda skilyrði mætingar á hann. Athugið að ekki er skylt að greiða félagsgjöld og enginn er settur út úr félaginu sem ekki greiðir þau. Eina skilyrðið sem tengist félagsgjöldum er vegna þátttöku í aðalfundi þess árs sem um ræðir. Félagsgjöld eru notuð til reksturs félagsins, en undanfarin ár hafa áður greidd félagsgjöld og styrkir frá einstaklingum staðið undir rekstrinum. Fjármál félagsins eru í góðu jafnvægi enda er stjórnin sparsöm á fé félagsins, en fastur rekstur er á húsnæði félagsins og tilfallandi laun fyrir vinnu sem er dæmigerð fyrir vinnuframlag starfsfólks álíka félagasamtaka. Dæmigerð stjórnarstörf eru ekki og hafa ekki verið launuð hjá Dýraverndarsambandinu. Við erum ekki með fastan starfsmann síðustu ár og höfum því getað varðveitt sjóði félagsins, en höfum fengið fólk í tilfallandi störf.

Dýraverndarsamband Íslands vinnur að aukinni velferð dýra og vinnur gegn því dýrahaldi þar sem ekki er unnt að tryggja viðunandi velferð. Við þar miðum að lágmarki við frelsin fimm sem tilgreind eru í lögum um velferð dýra og að sýnt sé að dýrin séu haldin við sæmandi sæld. Ef þú hefur áhuga á að ganga í félagið þá getur þú gert það hér í gegnum heimasíðuna undir ,,Styðja við dýravernd" og nafn þitt verður borið upp til samþykktar á fundinum í ágúst. Eftir þá samþykkt verður þú fullgildur félagsmaður og getur sótt aðalfundi næstu ára og tekið þátt í starfi að aukinni velferð dýra.
Það er þörf á því að fólk sinni velferð dýra og líta þarf á velferð dýra sem almennt málefni, ekki sérmálefni. Því er þörf fyrir félag  eins og Dýraverndarsamband Íslands áfram brýn.

Reykjavík  20.06.22 

Stjórn DÍS
Hallgerður Hauksdóttir formaður
Guðfinna Kristinsdóttir gjaldkeri
Benedikt Þór Axelsson ritari
Sif Traustadóttir meðstjórnandi
Ragnheiður Gunnarsdóttir meðstjórnandi




Comments are closed.
    Að tilkynna illa meðferð
    Hlekkir
    Dýraauðkenni
    ​Dýrfinna
    Dýrahjálp Íslands
    Dýralæknafélag Íslands
    Dýravinafélag Vestm.
    Samtök grænkera
    ​Fuglavernd
    Kattavinafélag Íslands
    Kisukot
    ​Líflukka dýraathvarf
    ​Óskasjóður Púkarófu
    S.D.Í.
    ​​Villikanínur
    ​Villikattahjálp Hfj
    Villikettir
    Picture
DÝRAVERNDARSAMBAND ÍSLANDS   |   GRENSÁSVEGI 8, 108 REYKJAVÍK   |  SÍMI 858 3044   |  DYRAVERND@DYRAVERND.IS