Hvert á að leita aðstoðar?
Dýraverndarsamband Íslands fær oft fyrirspurnir frá fólki um land allt sem hefur orðið vart illrar meðferðar á dýrum, einkum gæludýrum og búfénaði. Stundum er um grun frekar en vissu að ræða. Samt sem áður þarf að sinna öllum slíkum málum og láta viðkomandi eftirlitsaðila eða lögreglu vita enda slíkt skylt, samkvæmt dýravelferðarlögum.
Í dýravelferðarlögum (55/2013) er kveðið á um hjálparskyldu okkar gagnvart dýrum í neyð. Okkur ber að veita sjúkum, særðum og bjargarlausum dýrum umönnun og aðstoð eftir föngum.
Dýraverndarsambandið vill gjarnan aðstoða fólk við að vinna úr málum þar sem velferð dýra er ógnað og leiðbeinir um leiðir til úrlausna, en félagið hefur ekki lagalega heimild til beinna afskipta, svo sem að fara heim til fólks eða taka frá því dýr.
Það geta eftirlitsaðilar og lögregla aðeins gert.
Hægt er að hafa samband við DÍS á dyravernd@dyravernd.is.
Í dýravelferðarlögum (55/2013) er kveðið á um hjálparskyldu okkar gagnvart dýrum í neyð. Okkur ber að veita sjúkum, særðum og bjargarlausum dýrum umönnun og aðstoð eftir föngum.
Dýraverndarsambandið vill gjarnan aðstoða fólk við að vinna úr málum þar sem velferð dýra er ógnað og leiðbeinir um leiðir til úrlausna, en félagið hefur ekki lagalega heimild til beinna afskipta, svo sem að fara heim til fólks eða taka frá því dýr.
Það geta eftirlitsaðilar og lögregla aðeins gert.
Hægt er að hafa samband við DÍS á dyravernd@dyravernd.is.
Algengar spurningar varðandi dýr í neyð
ÉG HEF GRUN UM ILLA MEÐFERÐ Á DÝRI
Matvælastofnun (MAST)
MAST er sú ríkisstofnun sem hefur yfirumsjón með dýravelferðarmálum á Íslandi.
MAST tekur við ábendingum hér um illa meðferð á dýrum.
Mikilvægt er að taka skjáskot af innsendri ábendingu til MAST til sönnunar um að slíkt hafi verið gert.
Lögreglan
Hafa skal samband við lögreglu í síma 112 ef dýr hafa verið sköðuð eða þau lent í slysi og/eða talið er að um glæpsamlega meðferð sé að ræða. Þá er mikilvægt að gerð sé lögregluskýrsla sem nýtist ef kæra er lögð fram gegn aðila sem hefur orðið uppvís að slæmri meðferð dýrs eða dýra. Viljum minna á að mikilvægt er að taka niður nafn þess sem talað er við hjá lögreglunni ásamt dagsetningu og tíma svo rekjanleiki málsins sé tryggður fari það lengra.
MAST er sú ríkisstofnun sem hefur yfirumsjón með dýravelferðarmálum á Íslandi.
MAST tekur við ábendingum hér um illa meðferð á dýrum.
Mikilvægt er að taka skjáskot af innsendri ábendingu til MAST til sönnunar um að slíkt hafi verið gert.
Lögreglan
Hafa skal samband við lögreglu í síma 112 ef dýr hafa verið sköðuð eða þau lent í slysi og/eða talið er að um glæpsamlega meðferð sé að ræða. Þá er mikilvægt að gerð sé lögregluskýrsla sem nýtist ef kæra er lögð fram gegn aðila sem hefur orðið uppvís að slæmri meðferð dýrs eða dýra. Viljum minna á að mikilvægt er að taka niður nafn þess sem talað er við hjá lögreglunni ásamt dagsetningu og tíma svo rekjanleiki málsins sé tryggður fari það lengra.
ÉG FANN SLASAÐ DÝR
Lögreglan
Hafa skal samband við lögreglu í síma 112 ef dýr hafa verið sköðuð eða þau lent í slysi og/eða talið er að um glæpsamlega meðferð sé að ræða. Þá er mikilvægt að gerð sé lögregluskýrsla sem nýtist ef kæra er lögð fram gegn aðila sem hefur orðið uppvís að slæmri meðferð dýrs eða dýra. Viljum minna á að mikilvægt er að taka niður nafn þess sem talað er við hjá lögreglunni ásamt dagsetningu og tíma svo rekjanleiki málsins sé tryggður fari það lengra
Dýraeftirlit sveitarfélaga
Hægt er að leita til dýraeftirlits hjá sveitarfélögunum vegna villtra dýra sem eru slösuð.
Dýralæknar
Hægt er að leita til dýraspítala vegna slasaðra dýra sem finnast, geta liðsinnt eða gefið ráðleggingar.
Hafa skal samband við lögreglu í síma 112 ef dýr hafa verið sköðuð eða þau lent í slysi og/eða talið er að um glæpsamlega meðferð sé að ræða. Þá er mikilvægt að gerð sé lögregluskýrsla sem nýtist ef kæra er lögð fram gegn aðila sem hefur orðið uppvís að slæmri meðferð dýrs eða dýra. Viljum minna á að mikilvægt er að taka niður nafn þess sem talað er við hjá lögreglunni ásamt dagsetningu og tíma svo rekjanleiki málsins sé tryggður fari það lengra
Dýraeftirlit sveitarfélaga
Hægt er að leita til dýraeftirlits hjá sveitarfélögunum vegna villtra dýra sem eru slösuð.
Dýralæknar
Hægt er að leita til dýraspítala vegna slasaðra dýra sem finnast, geta liðsinnt eða gefið ráðleggingar.
ég fann heimilislaust dýr eða lausan hund án eftirlits
Sveitarfélög
Á vegum sveitarfélaga er það heilbrigðiseftirlitið sem er m.a. með hundaeftirlitsmenn sem starfa vegna leyfis sveitarfélaga til að halda skráningarskyld dýr og vegna dýra sem sleppa. Hægt er að leita til þeirra ef dýr finnst.
Samfélagsmiðlar
Samfélagsmiðlar hafa reynst vel við að koma týndum dýrum aftur til eigenda sinna. Hér er ein slík síða: Týnd/fundin dýr
Á vegum sveitarfélaga er það heilbrigðiseftirlitið sem er m.a. með hundaeftirlitsmenn sem starfa vegna leyfis sveitarfélaga til að halda skráningarskyld dýr og vegna dýra sem sleppa. Hægt er að leita til þeirra ef dýr finnst.
Samfélagsmiðlar
Samfélagsmiðlar hafa reynst vel við að koma týndum dýrum aftur til eigenda sinna. Hér er ein slík síða: Týnd/fundin dýr
dýrið mitt er týnt
Hundasveitin
Hundasveitin var óformlega stofnuð árið 2019 í þeim tilgangi að leita með virkum hætti að týndum hundum og veita ráðleggingar við leitir. Hægt er að hafa samband við Hundasveitina hér.
Fyrirtækið Cybele sem þróaði smáforritið Dýrfinnu sameinaðist Hundasveitinni árið 2021 og úr varð dýravelferðarfélagið Dýrfinna. Smáforritið Dýrfinna sem þróað er af Cybele er skráningarforrit fyrir gæludýr og geta dýraeigendur sent tilkynningu á gæludýraeigendur í nágrenninu ef gæludýr þeirra týnist. Dýrfinna sinnir fjölbreyttum verkefnum ásamt því að standa fyrir virkri leit af týndum hundum en félagið veitir ráðleggingar við leitir af gæludýrum, álestur dýra til að athuga örmerki og að koma dýrum heim til sín, lífs eða liðnum.
Samfélagsmiðlar
Samfélagsmiðlar hafa reynst vel við að finna týnd dýr og hægt að auglýsa eftir týndu dýri.
Hér er ein slík síða: Týnd/fundin dýr
Hundasveitin var óformlega stofnuð árið 2019 í þeim tilgangi að leita með virkum hætti að týndum hundum og veita ráðleggingar við leitir. Hægt er að hafa samband við Hundasveitina hér.
Fyrirtækið Cybele sem þróaði smáforritið Dýrfinnu sameinaðist Hundasveitinni árið 2021 og úr varð dýravelferðarfélagið Dýrfinna. Smáforritið Dýrfinna sem þróað er af Cybele er skráningarforrit fyrir gæludýr og geta dýraeigendur sent tilkynningu á gæludýraeigendur í nágrenninu ef gæludýr þeirra týnist. Dýrfinna sinnir fjölbreyttum verkefnum ásamt því að standa fyrir virkri leit af týndum hundum en félagið veitir ráðleggingar við leitir af gæludýrum, álestur dýra til að athuga örmerki og að koma dýrum heim til sín, lífs eða liðnum.
Samfélagsmiðlar
Samfélagsmiðlar hafa reynst vel við að finna týnd dýr og hægt að auglýsa eftir týndu dýri.
Hér er ein slík síða: Týnd/fundin dýr
ég þarf að finna heimili fyrir dýr
Dýrahjálp Íslands
Þegar ekki tekst að finna dýri heimili og ekki er hægt að halda dýrinu vegna skyndilegra breytinga er hægt að leita til Dýrahjálpar Íslands. Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf. Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls 7,494 dýr í heimilisleit.
Þegar ekki tekst að finna dýri heimili og ekki er hægt að halda dýrinu vegna skyndilegra breytinga er hægt að leita til Dýrahjálpar Íslands. Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf. Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls 7,494 dýr í heimilisleit.
ég vil tilkynna ónæði vegna dýrahalds
Matvælastofnun (MAST)
MAST er sú ríkisstofnun sem hefur yfirumsjón með dýravelferðarmálum á Íslandi.
MAST tekur við ábendingum hér.
MAST er sú ríkisstofnun sem hefur yfirumsjón með dýravelferðarmálum á Íslandi.
MAST tekur við ábendingum hér.