Hvað á að gera þegar vart verður við illa meðferð á dýrum?
Dýraverndarsamband Íslands fær oft fyrirspurnir frá fólki um land allt sem hefur orðið vart illrar meðferðar á dýrum, einkum gæludýrum og búfénaði. Stundum er um grun frekar en vissu að ræða. Samt sem áður þarf að sinna öllum slíkum málum og láta viðkomandi eftirlitsaðila eða lögreglu vita enda slíkt skylt, samkvæmt dýravelferðarlögum.
Oftast er haft samband við okkur með tölvupósti og eru málin margskonar. Við leitum gjarnan frekari upplýsinga frá viðkomandi áður en ráð eru gefin eða farið er að vinna í málinu á skrifstofunni. Þeim sem hafa samband er heitið trúnaði sé óskað eftir því. Ekki skiptir máli hvort viðkomandi er félagi, allir geta haft samband við okkur. Sumir gerast félagar síðar.
Það fer eftir eðli málsins hvort sá sem hefur samband fylgi málinu eftir sjálfur eða óski eftir að DÍS fylgi því eftir.
DÍS vill gjarnan aðstoða fólk við að vinna úr málum þar sem velferð dýra er ógnað og leiðbeinir um leiðir til úrlausna, en DÍS er ekki stofnun með neins konar völd, aðeins félagasamtök, félag dýravina.
DÍS hefur siðareglur sem félagið starfar eftir, sem aðallega styðjast við almenna kurteisi og sanngirni.
Hægt er að hafa samband við okkur á dyravernd@dyravernd.is
Síminn hjá okkur er 552-3044
Oftast er haft samband við okkur með tölvupósti og eru málin margskonar. Við leitum gjarnan frekari upplýsinga frá viðkomandi áður en ráð eru gefin eða farið er að vinna í málinu á skrifstofunni. Þeim sem hafa samband er heitið trúnaði sé óskað eftir því. Ekki skiptir máli hvort viðkomandi er félagi, allir geta haft samband við okkur. Sumir gerast félagar síðar.
Það fer eftir eðli málsins hvort sá sem hefur samband fylgi málinu eftir sjálfur eða óski eftir að DÍS fylgi því eftir.
DÍS vill gjarnan aðstoða fólk við að vinna úr málum þar sem velferð dýra er ógnað og leiðbeinir um leiðir til úrlausna, en DÍS er ekki stofnun með neins konar völd, aðeins félagasamtök, félag dýravina.
DÍS hefur siðareglur sem félagið starfar eftir, sem aðallega styðjast við almenna kurteisi og sanngirni.
Hægt er að hafa samband við okkur á dyravernd@dyravernd.is
Síminn hjá okkur er 552-3044
Helstu leiðbeiningar þegar bregðast þarf við illri meðferð dýra eða dýrum í neyð;
Stöku sinnum þarf að hafa strax samband við lögreglu en oftast er haft samband við eftirtalda aðila:
Stöku sinnum þarf að hafa strax samband við lögreglu en oftast er haft samband við eftirtalda aðila:
- Matvælastofnun er sú ríkisstofnun sem hefur yfirumsjón með dýravelferðarmálum á Íslandi.
Á vegum Matvælastofnunar eru dýraeftirlitsmenn sem sjá um almenna velferð dýra. Matvælastofnun tekur við ábendingum hér og hvetjum við fólk til að nýta sér ábendingakerfið þegar kostur er.
- Á vegum sveitarfélaga er það heilbrigðiseftirlitið sem er m.a. með hundaeftirlitsmenn sem starfa vegna leyfis sveitarfélaga til að halda skráningarskyld dýr og vegna dýra sem sleppa.
- Héraðsdýralæknar sinna opinberu eftirliti með heilbrigði og velferð dýra í leyfisskyldri framleiðslu búfjárafurða. Á vef MAST má sjá upplýsingar um umdæmi þeirra og aðrar upplýsingar: Umdæmi
- Hafa má samband við lögreglu ef mikið liggur við. Stundum er nauðsynlegt að kalla strax á lögreglu, t.d. ef dýr hafa verið sköðuð eða þau lent í slysi og/eða talið er að um glæpsamlega meðferð sé að ræða.
Þá er mikilvægt að gerð sé lögregluskýrsla sem nýtist ef kæra er lögð fram gegn aðila sem hefur orðið uppvís að slæmri meðferð dýrs eða dýra. - Munum að við þurfum að vernda dýrin og koma þeim til hjálpar ef ekki er farið vel með þau. Þá verður að grípa til einhverra af ofantöldum ráðum. Sjálf höfum við ekki lagalega heimild til beinna afskipta, svo sem að fara heim til fólks eða taka frá því dýr. Það geta eftirlitsaðilar og lögregla aðeins gert.